Óhætt að treysta sjálfkeyrandi bifreiðum

Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur

Það er algjör óþarfi að óttast það að sitja í sjálfkeyrandi bifreiðum. Þetta segir Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur sem sjálfur hefur prufað að sitja í slíku ökutæki. Ólafur sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag segir að fyrst um sinn hafi hann verið smeykur við að láta bílinn um stjórnina en svo hafi hann farið að finna til meira öryggis “ svo eru þessir bílar þannig að þeir láta þig vita með fyrirvara ef grípa þarf inn í svo þú þarft aldrei að óttast neitt„,segir Ólafur.  Hann segir að enn sé mörgum siðferðislegum spurningum um sjálfkeyrandi bíla enn ósvarað, eins og til dæmis hvort drukkið fólk geti notað slíka bíla, hvort senda megi börn í skóla með þeim, og stærsta spurningin sé að ef svo ólíklega vill til að árekstur verði hver beri þá ábyrgðina “ er það sá sem forritaði bílinn? ,er það sá sem situr inni í honum eða er það verksmiðjan sem framleiðir hann?„,spyr Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila