Ósamstaða og svikin loforð helstu ástæður óvinsælda velferðarstjórnar Jóhönnu

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Ósamstaða og stór loforð sem aldrei voru efnd er ein helsta ástæða fyrir óvinsældum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem sat eftir hrun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram. Jón bendir á að stjórn Jóhönnu hafi svikið sín stærstu loforð það sé einn meginþátturinn í þeim óvinsældum sem sú stjórn hafi bakað sér “ sem voru númer eitt, að koma á auðlindagjaldi að því er varðaði nýtingu sjávarafurða, og að koma á stjórnarskrá sem breytti ýmsum grunnstofnunum þjóðfélagsins í ljósi kreppunnar, þetta mistókst hreinlega„,segir Jón. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan en í þættinum var meðal annars stjórnmálaferill Jóns rifjaður upp og önnur minnistæð atvik.

Fyrri hluti þáttar

 Seinni hluti þáttar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila