Ósanngirni skapar óstöðugleika á vinnumarkaði

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Umdeild ákvörðun kjararáðs sem Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og VR hafa nú lagt fyrir dómstóla er ekki eingöngu ólögmæt að mati stefnenda heldur einnig ósanngjörn og með ósanngirni skapast óstöðugleiki á vinnumarkaði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs Ólafssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón Þór bendir á að samningar launafólks geti orðið lausir eftir áramót og eðli málsins samkvæmt hafi ákvörðun kjararáðs áhrif á þróun mála þegar kemur að kjarabaráttunni ” það gengur ekki að ráðamenn séu að fá tvöfalt meiri hækkanir, kjararáð er mótandi í kjarastefnu í landinu og það er verið að setja allt í uppnám, það vill engin þurfa að fara í verkföll, fólk vill bara að það sé sanngjarnt staðið að málum“,segir Jón.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila