Óskað eftir því við skólayfirvöld að skólar taki frá sérstakan dag til mannréttindafræðslu

Rear view of the teens sitting in the classroom and raising hands to answer the question. [url=http://www.istockphoto.com/search/lightbox/9786738][img]http://dl.dropbox.com/u/40117171/group.jpg[/img][/url]

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989. Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla hafa skrifað skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla bréf þar sem óskað eftir því að fjallað verði um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu að  Þegar nær dregur verði skólum sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila