Óvissa um lögmæti gjörninga Bankasýslu ríkisins

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Lögum samkvæmt á Bankasýsla ríkisins að hafa lokið störfum og vera hætt starfsemi, því ríkir nú óvissa um hvort þeir gjörningar sem framkvæmdir hafa verið eftir að hún á að hafa lokið störfum séu lögmætir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður hans hafi reifað þessa staðreynd í þingræðu í vikunni og segir Ólafur að hann taki undir að óvissa ríki í málinu ” það ríkir hér í raun fullkomin óvissa um hvort til dæmis söluferli Valitor og fleiri stórir gjörningar standist lög“,segir Ólafur.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila