Óvissustigi lýst yfir vegna Öræfajökuls

Almannavarnir í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hafa lýst yfir óvissustigi vegna aukinnar virki í Öræfajökli. Við könnunarflug kom í ljós sigketill sem bendir til þess að jarðhiti sé mikill undir jöklinum og því fyllsta ástæða til að vera á varðbergi. Á næstu dögum verða gerðar mælingar á ástandinu í jöklinum sem kunna að varpa ljósi á þá atburðarrás sem verið hefur að undanförnu svæðinu. Engin merki hafa þó verið um gosóróa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila