Páll Óskar með stórtónleika í Laugardalshöll í september

MYND/palloskar.is

Páll Óskar Hjálmtýsson mun í september halda stórtónleika í Laugardalshöll þar sem hann mun syngja sín bestu lög á ferlinum sem spannar tímabilið 1991 – 2017. Í tilkynningu segir að um sé að ræða hans flottustu tónleika á ferlinum en eins og flestir sem farið hafa á tónleika vita má búast við mikilli stemningu. Ásamt Páli verður fimm manna hljómsveit og hvorki meira né minna en sextán dansarar. Þá verður sviðið undir tónleikana sérsmíðað inn í Laugardalshöllina. Samhliða tónleikunum mun Páll gefa út nýja plötu sem inniheldur smelli á borð við „Einn dans“, „Líttu upp í ljós“ og „Þá mætir þú til mín“. Vitaskuld verður nýja efninu gerð góð skil, en megin uppistaða tónleikanna verða öll klassísku Pallalögin í bland við efni sem hann hefur ekki flutt oft áður, en tónleikarnir fara fram þann 16.september.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila