Píratar segja fjölmörgum spurningum enn ósvarað í máli Braga

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu af tilefni niðurstöðu óháðrar úttektar á máli Braga Guðbrandssonar fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, þar sem meðal annars kom í ljós að Velferðarráðuneytið hafi ekki sinnt lögbundinni rannsóknarskyldu. Í yfirlýsingunni segir meðal annars “Fram kemur í úttektinni, og reyndar áður, að forstjóri Barnaverndarstofu hafi um árabil haft bein afskipti af einstaka málum með óformlegum símtölum. Bragi hafi þannig veitt fyrirmæli um einstaka mál án þess að hafa uppfyllt ákvæði barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um með hvaða hætti eftirliti Barnaverndastofu skal háttað. Það vekur furðu að ráðuneytið hafi ekki sinnt eftirliti sínu með faglegri hætti þrátt fyrir þessa vitneskju. Þá er enn ósvarað hvers vegna félags- og jafnréttismálaráðherra valdi að halda þessum þætti málsins frá Alþingi sem hefur eftirlitsskyldu með störfum hans”

Réttmæti framboðs Braga til Barnaréttarnefndar SÞ óljóst

Píratar segja í tilkynningu sinni að meðal þeirra fjölmörgu spurninga sem enn sé ósvarað sé til dæmis hvort framboð Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna eigi rétt á sér.
„Þingflokkur Pírata furðar sig á yfirlýsingum forsætisráðherra vegna málsins í Stundinni þann 27. apríl síðastliðinn þar sem ráðherra segir: „Engin gögn um efnislegar niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu voru lögð fyrir ríkisstjórn Íslands þann 23. febrúar þegar samþykkt var að bjóða Braga Guðbrandsson fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland hönd“. Í niðurstöðu úttektaraðila vegna málsins segir þvert á móti að félags- og jafnréttismálaráðherra hafi ritað „minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 13. desember 2017 þar sem farið var yfir kvartanir barnaverndarnefndanna þriggja og upplýst um meðferð málsins. Þetta ósamræmi þarfnast skýringa”, segir í yrfirlýsingunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila