Píratar stofna femínistafélag

Femínistafélag hefur verið stofnað innan Pírata. Í tilkynningu frá hinu nýstofnaða félagi, sem heitir Femínistafélag Pírata, segir að hlutverk félagsins sé að standa fyrir málfundum, námskeiðum og fræðslu af ýmsu tagi í þeim tilgangi að efla málefnalega umræðu um femínísk málefni, styðja og efla þá einstaklinga sem starfa innan félagsins. Stofnfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi en þar var kosið í stjórn félagsins. Fyrsti formaður þess er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Aðrir sem sitja í stjórn félagsins eru Helena Magnea Stefánsdóttir ritari, Valgerður Árnadóttir gjaldkeri.
Varamenn stjórnar eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila