Ráðleggur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að fara varlega í orkupakkamálinu

Styrmir Gunnarsson.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að stíga afar varlega til jarðar í orkupakkamálinu enda gæti málið orðið þeim dýrkeypt innan flokksins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Styrmir bendir á að mjög mikil andstaða sé meðal grasrótar flokksins og því verði að fara varlega “ ég finn það á fundum í Valhöll, mjög skýrt og greinilega að andstaðan við orkupakka þrjú er svo sterk í grasrót flokksins að ég myndi í sporum þeirra sem stjórna flokknum í dag að fara mjög varlega í það að knýja þetta mál fram„,segir Styrmir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila