Ráðstefna um matvælalandið Ísland

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland sem samanstendur af samstarfshópi Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins halda opna ráðstefnu á Hótel Sögu 6.apríl næstkomandi þar sem ræddar verða mögulegar leiðir til þess að efla færni og þekkingu innan matvælageirans. Meðal þeirra sem halda erindi verða þau Hróbjartur Árnason lektor við HÍ, Hlíf Böðvarsdóttir frá Securitas og Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Þá verða fulltrúar ungs fólks í matvælaiðnaði í pallborðsumræðum síðar á fundinum. Ráðstefnan hefst með viðeigandi hætti kl 11:30 þegar meistarakokkar á vegum Grillsins bjóða upp á kræsingar og lýkur ráðstefnunni kl.16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila