Ræddu uppbyggingu bankakerfisins og verkalýðsmál

Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón M. Egilsson.

Uppbygging bankakerfis og verkalýðsmálin og komandi kjarabarátta var meginþema þeirra bræðra Gunnars Smára Egilssonar og Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Annað Ísland í dag. Ásgeir Brynjar Torfason  lektor í viðskiptafræði fjallaði um hugmyndir hins almenna borgara um uppbyggingu bankakerfa og hrun íslensku bankana og endurreisn þeirra. Þá var rætt við þá Finnboga Sveinbjörnssonar formann Verkalýðsfélaga Vestfjarða og Aðalstein Á. Baldursson formann verkalýðsfélagsins Framsýnar um átökin í kjaramálum á komandi vetri, en Aðalsteinn segist harður á því að ef núverandi ríkisstjórn standi ekki við stjórnarsáttmálann muni hann vinna að því að koma stjórninni frá völdum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila