Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR í atkvæðagreiðslu félagsins sem lauk nú í hádeginu. Ragnar bauð sig fram á móti sitjandi formanni Ólafíu B. Rafnsdóttur en Ragnar var kjörinn með tæplega 63% atkvæða en Ólafía fékk 37% atkvæða.Alls voru 5706 atkvæði en 33.383 voru á kjörskrá. Samhliða var stjórn VR kosin en þeir sem skipa nýja stjórn eru Birgir Már Guðmundsson, Elisabeth Courtney, Guðrún Björg Gunnarsdóttir, Harpa Sævarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson  og Unnur María Pálmadóttir.

Athugasemdir

athugasemdir