Rannveig sækist eftir oddvitastöðu Pírata í Reykjavík

Rannveig Ernudóttir.

Rannveig Ernudóttir formaður framkvæmdaráðs Pírata hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1.sæti hjá Pírötum í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Rannveig að hún telji að sá sem skipi fyrsta sæti listans þurfi að búa yfir þeim hæfileikum að geta þjappað fólki saman, geti lagt áherslu á þátttökustjórnun og sé ávalt tilbúin til að læra og víkka út þekkingu sína, og segir Rannveig að hún búi yfir þeim kostum. Þá segir Rannveig að hún hafi starfað innan grasrótar flokksins og að hennar helstu baráttumál í stjórnmálum séu þau sem snúi að borgararéttindum, lækkun kosningaaldurs, styttingu vinnuvikunnar, bættum dagvistunarmálum, lengra og hærra fæðingarorlofi, afnámi heimavinnu í grunnskólum og félagsstarfi eldri borgara.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila