Reiði hælisleitenda kallar á sérsveitina

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Reiði hælisleitenda veldur því að sérsveit ríkislögreglustjóra er oft kölluð til á þeim stöðum þar sem hælisleitendur dvelja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigríður segir að reiði hælisleitenda megi til dæmis rekja til þess að þeim hafi verið lofað betra lífi hér á landi, jafnvel gegn greiðslu, loforð sem síðan hafi ekki staðist þegar á reyndi “ það upplifir sig eins og það hafi verið svikið þegar það kemur hingað vegna þess að það hefur verið einhver sem hefur lofað þeim einhverri tiltekinni þjónustu, en þetta er bara verkefni lögreglunnar sem hún þarf að kljást við og hún þarf að gera það með sínum hætti og meta aðstæður hverju sinni miðað við sínar heimildir og forsendur, ég treysti henni til þess„,segir Sigríður. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila