Ríki innan Evrópusambandsins kúguð til hlýðni

Ríki eins og Búlgaría eru kúguð til hlýðni af hálfu æðstu stjórnenda Evrópusambandsins með hótunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Haukur segir að þetta megi glögglega megi sjá á því að Búlgaría hafi verið beitt slíkum hótunum í tengslum við gasleiðslusamninga Búlgara við Rússa, þetta sé gert til þess að þrengja að Rússum. Haukur greindi ítarlega frá málinu í þættinum og fleiri málum sem efst eru á baugi heimsmálanna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila