Ríkisstjórn Spánar fer frá – nýjar kosningar 28. apríl næstkomandi

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar tilkynnir nýjar kosningar á blaðamannafundi í morgun. Skjáskot El Pais.

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði á blaðamannafundi í morgun að efnt yrði til nýrra kosninga á Spáni 28. apríl n.k. Minnihlutastjórn Sánchez kom ekki fjárlögum í gegn vegna þess að tveir aðskilnaðarflokkar Katalóníu, sem hafa stutt ríkistjórnina, studdu ekki fjárlögin. Sánchez sagði í ávarpinu að „í valinu á milli þess að gera ekki neitt og halda áfram án fjárlaga eða leggja málið í dóm Spánverja, þá valdi ég hið síðara. Ég hef mælt fyrir um lausn þingsins og að kosningar verði haldnar 28. apríl„.

Þetta verða þriðju þingkosningar á Spáni á fjórum árum og marka óstöðuleikann í stjórnmálum landsins. Kosið er til beggja deilda þingsins með 350 sætum í fulltrúadeildinni og 266 sætum í öldungadeild. Þrátt fyrir að sósíalistaflokkur Sánchez mælist stærstur flokka með um yfir 24% fylgi í skoðanakönnunum, þá hafa hægri flokkarnir People Party (PP) og Ciudadanos sótt sig á, nú síðast með sigri í Andalúsíu í desember s.l. í bandalagi með nýjum hægri flokki Vox. Aðskilnaðarsinnar Katalóníu leggjast eindregið gegn hægri stjórn og því erfitt að segja neitt fyrr en að kosningum loknum hver staðan verður. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila