Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið

Á fundi stjórnar Bjartrar framtíðar í kvöld var samþykkt að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Bjartrar framíðar. Í tilkynningunni segir að ástæða þess að ákveðið var að slíta samstarfinu sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Boðað var til stjórnarfundar hjá Bjartri framtíð í kvöld vegna upplýsinga um að Bjarni Benediktsson hefði haft vitneskju um að faðir hans hafi verið einn þeirra sem mælti með að dæmdum barnaníðingi yrði veitt uppreist æru, án þess að Bjarni hefði greint samráðherrum sínum frá þeirri vitneskju sinni. Fyrr í dag hafði faðir Bjarna sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á að hafa undirritað umrædd meðmæli.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila