Sæstrengur myndi ógna atvinnuöryggi landsmanna

Bjarni Jónsson.

Í fjórða orkupakka er kveðið skýrt á um að bann sé lagt við hindrunum um lagningu sæstrengs og þar af leiðandi myndu þeir fyrirvarar sem Guðlaugur Þór hefur sett við orkupakka þrjú sjálfkrafa falla úr gildi, ef þeir héldu á annað borð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Bjarni sem fyrst fyrir tíu mánuðum síðan kom í síðdegisútvarpið að ræða þriðja orkupakkann segir að yrði sæstrengur lagður myndi það ekki einungis koma við pyngju landsmanna heldur einnig ógna atvinnuöryggi í landinu “ þetta kemur náttúrulega við pyngju allra landsmanna, og ekki bara það heldur einnig fjárhag og samkeppnishæfni fyrirtækjanna, þannig að það er hætt við að þetta myndi ógna atvinnuörygginu„,segir Bjarni. Í þættinum fór Bjarni yfir feril orkupakkamálsins auk þess sem hann greindi frá því hvaða áhrif þriðji orkupakkinn hefur haft í Noregi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila