Sævari var hótað fyrir að það eitt að taka að sér lögmannsstörf fyrir Útvarp Sögu

Sævar Þór Jónsson lögmaður.

Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að honum hafi borist hótanir með tölvupósti og símleiðis fyrir að taka að sér lögmannsstörf fyrir Útvarp Sögu. Sævar sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær ásamt Hauki Haukssyni fréttamanni greindi frá þessu í þættinum þar sem þær ítrekuðu árásir á Útvarp Sögu sem birst hafa með margvíslegum hætti voru meðal annars til umfjöllunar “ ég þekki það að þurfa að standa í því að mér séu sendir, ekki einn tölvupóstur heldur margir tölvupóstar og símtal og sagt “ við bara hvetjum þig að þú gerir þetta, ellegar muni þetta gerast“, það er hér grasserandi rétttrúnaður sem er farinn að snúast upp í andhverfu sína“ segir Sævar. Aðspurður segir Sævar að hann muni ekki láta slíkar hótanir hafa áhrif á störf sín „það er náttúrulega bara þannig að við höldum bara ótrauðir áfram og látum þetta ekki hafa áhrif á okkur„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila