Sagan af fæðingu frelsarans umhugsunarverð fyrir foreldra nútímans

Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknarprestur í Holti.

Sagan af fæðingu frelsarans getur kennt foreldrum í íslensku nútímasamfélagi sitt hvað um hlutverk þeirra sem uppalendur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Gunnarssonar fyrrverandi sóknarprests í Holti í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldór bendir á að í samfélagi nútímans gleymist oft kærleikurinn sem börn þarfnist í uppeldinu “hvernig móðir og faðir þurfa að takast á við það að ala upp barn og gefa því tíma, þegar foreldrar gefa ekki barni sínu tíma og setja það beint á leikskóla svo það missir af þeirri ummönnun sem það þarf á að halda frá foreldrum sínum, hvað er þá að gerast?,spyr Halldór. Þá bendir Halldór á að skólarnir séu ef til vill ekki heppilegur uppeldiskostur þar sem allir séu steyptir í sama mót ” foreldrarnir eiga að sjá um frumuppeldið og skólarnir eiga síðar að mæta því í þroska þess“,segir Halldór.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila