Samfélagsmiðlum settar þrengri skorður með nýrri persónuverndarlöggjöf

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.

Samfélagsmiðlum verða settar þrengri skorður um aðgengi að persónuupplýsingum notenda þeirra með nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem gert er ráð fyrir að taki gildi hér á landi í maí á næsta ári. Þetta kom fram í máli Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Helga segir að með nýju löggjöfinni sé ljóst að samfélagsmiðlar verði að breyta ákveðnum formum sem þeir hafa sett upp “ til dæmis má ekki vera ekki sjálfkrafa hakað í þann dálk þar sem viðkomandi notandi samþykkir aðgengi að persónuupplýsingum, heldur verður vilji einstaklingsins að liggja skýr fyrir og þá mega skilmálar heldur ekki vera langir og flóknir heldur stuttir, einfaldir og skýrir„,segir Helga. Hlusta má á þáttinn í spilaranun hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila