Samfylkingin stöðug í ESB vitleysunni

gunnarkristinnGunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur segir að erfitt sé að átta sig á hvað vinstri flokkarnir vilja í Evrópumálunum. Gunnar sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir Vinstri græna gott dæmi um stefnuleysið sem ríkir á meðal vinstri flokkanna „ voru þeir ekki á móti NATO og svo vilja þeir inn í ESB og hernaðarbandalagið þar, eða kannski vilja þeir það ekki, ég í raun og veru veit ekkert hvað Vinstri grænir vilja í Evrópumálum, það má þó virða Samfylkingamönnum þeim til vorkunnar að þeir eru þó stöðugir í þessari vitleysu að vilja fara í ESB„,segir Gunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila