Sammála um vanda heilbrigðiskerfisins en ósammála um lausnir

Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar, Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar eru sammála um að vandi sé á höndum í heilbrigðismálum á Íslandi en hafa afar ólíka sýn á hvernig leysa skal úr þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Jónu Sólveigar Elínardóttur þingmanns Viðreisnar og Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar í kosningaútvarpinu í dag en þau voru þar gestir Dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Í þættinum var farið vítt og breytt yfir svið heilbrigðismálanna og farið yfir þann vanda sem að steðjar í kerfinu og þær leiðir og framtíðarsýn flokkanna í heilbrigðismálum, en eins og fyrr segir eru tillögur flokkanna til úrbóta í málaflokknum afar ólíkar. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila