Samtal foreldra mikilvæg forvörn gegn vímuefnanotkun ungmenna

Sigurður Magnason frá Vímulausri æsku, Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Hugaraflskona og Sigrún Theódórsdóttir sem situr í stjórn Foreldrafélags Laugalækjarskóla.

Mikilvægt er að foreldrar barna kynnist innbyrðis og tali saman til þess að stemma stigu við vífmuefnanotkun barna og ungmenna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Magnasonar frá Vímulausri æsku, Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa og Hugaraflskonu og Sigrúnu Theódórsdóttur sem situr í stjórn Foreldrafélags Laugalækjarskóla í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þau segja mikilvægasta verkefnið gegn vímuefnanotkun barna og ungmenna séu forvarnir og benda á að ekki sé nóg að horfa út fyrir heimilið í þeim efnum “ þetta er ekki bara fyrir utan heimilið, heldur er netið alveg heill heimur út af fyrir sig í þessum efnum og það er gríðarlega mikilvægt að vera meðvitaður um það„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila