Seðlabankinn aflétti veðum til þess að gefa slitastjórn eignasafn úr bankahruninu

vigdis17816Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að skýrsla um Víglundarmálið sem hún og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa unnið að undanfarna mánuði verði birt innan skamms. Vigdís sem var gestur Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að margt muni koma á óvart í skýrslunni og að meðal þess sem þar komi fram sé gjafagjörningur Seðlabankans til slitastjórnar ákveðins banka “ að Seðlabankinn undir stjórn norska stjórans var látinn aflétta veðum af eignasafni sem þeir höfðu fengið í bankahruninu og það var sett inn í eins bankans gefins og slitastjórnin notaði þessi bréf í útborgun í nýjum banka, og þetta var allt saman undirritað af ríkisendurskoðanda, þannig að þetta er á þessu stigi, þetta er alveg lárétt„,segir Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila