Segir að lög sem haturslögreglan styðjist við séu úrelt

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra  telur að lagagrein 233a í almennum hegningarlögum, þar sem kveðið er á um refsingar fyrir að rógbera, smána, og ógna ákveðnum minnihlutahópum sé barn síns tíma og kalli á endurskoðun hegningarlagakaflans. Þetta kom fram í máli Sigríðar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Sigríður segir að slík mál eigi frekar að heimfæra undir kaflann um skaðabótalög “ maður getur auðvitað haft af því einhvern ama og beinlínis tjón hafi fólk uppi einhver ummæli um mann sem ekki eru síðan sönn, þá tel ég að skaðabótalögin eigi nú kannski bara að dekka það„,segir Sigríður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila