Segir að umburðarlyndinu hafi verið snúið á haus

Valdimar Jóhannesson bloggari og fyrrverandi blaðamaður.

Umburðarlyndinu hefur verið snúið á haus og skilgreining þess er orðin öfug frá því sem áður var. Þetta segir Valdimar Jóhannesson bloggari og fyrrverandi blaðamaður en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun. Valdimar bendir á að áður hafi umburðarlyndið snúist um að bera virðingu fyrir skoðunum annara “ en nú hafa menn túlkað umburðarlyndið á þann hátt að ekki eigi að hafa skoðanir sem fallið geti öðrum illa í geð, þannig það er búið að snúa hugtakinu umburðarlyndi alveg á haus„,segir Valdimar.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila