Segir blekkingum beitt til þess að koma orkupakka þrjú í gegn

Páll Vilhjálmsson bloggari og blaðamaður.

Þeir sem halda því fram að sæstrengur verði ekki lagður þó orkupakki þrjú verði samþykktur eru að þyrla upp moldviðri og fara vísvitandi með rangt mál. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar bloggara og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll bendir á að með því að samþykkja orkupakka þrjú sé einmitt verið að undirbúa það að sæstrengur verði lagður “ því orkupakki þrjú er ekkert annað en það innviði sem er forsenda þess að sæstrengur verði lagður“, þeir vita þetta og það er einhver orkuelíta sem er þarna á bak við að reyna að koma þessu í gegn„,segir Páll. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila