Segir borgarlínu ekki vera byltingu í samgöngumálum

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar.

Borgarlínan er engin bylting í samgöngumálum heldur sé hún eingöngu til þess að auka þægindi borgarbúa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna og forseta borgarstjórnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Líf segir borgarlínuna skipta miklu máli fyrir framtíðina „það á eftir að verða gríðarleg fólksfjölgun hérna í framtíðinni og hvernig á þetta fólk að komast á milli staða?, það getur augljóslega ekki verið í sínum einkabíl því það er mjög kostnaðarsamt, þessi borgarlína er líka ódýrari kostur en að setja hér upp mislæg gatnamót um allt„,segir Líf. Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila