Segir ekkert rætt um helsta áhættuþátt laxeldis í sjó

Jón Kristjánsson fiskifræðingur.

Einn helsti áhættuþátturinn hvað laxeldi í sjó varðar er lítið sem ekkert ræddur þegar kemur að umræðunni um laxeldi í sjó. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristjánssonar fiskifræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að íslenskur vetur sé helsta ógnin þegar kemur að fiskeldi í sjó enda þurfi lítið út að bera til þess að laxeldið misfarist “ sjórinn frýs ekki vegna seltunnar þó hitastigið fari niður fyrir frostmark, laxinn er hins vegar lítið saltur og því þarf hitastigið ekki að fara nema í mínus tvær gráður til þess að fiskurinn drepist„,segir Jón. Hvað mengunarhættu af fiskeldi í sjó varðar bendir Jón á að slíkt hafi ekki verið vandamál síðustu ár enda sé laxeldi ekki ný atvinnugrein og menn hafi í gegnum árin öðlast reynslu og þekkingu til þess að koma í veg fyrir mengun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila