Segir engar forsendur hafa verið fyrir kirkjugriðum í Laugarneskirkju

geirwaageSéra Geir Waage segir engar forsendur hafa verið fyrir kirkjugriðum í Laugarneskirkju þegar tveir hælisleitendur voru handteknir þar fyrr í þessari viku. Geir sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir að til þess að hægt sé að veita kirkjugrið þurfi sérstakar aðstæður að vera fyrir hendi “ kirkjugrið eru auðvitað aldeilis nauðsynleg ef að þjóðfélag er í mikilli upplausn og þar er ekki réttarríki eins og var oft víða á miðöldum, víðast hvar í Evrópu á einhverjum tilteknum tímabilum gátu menn ekki átt von á því að njóta friðhelgi neins staðar og við þær aðstæður eru kirkjugrið mikil blessun, en í réttarríki þar sem lög tryggja mönnum réttindi, meðal annars mannréttindi og þar sem framkvæmd laga er vönduð, að þar er engin forsenda fyrir kirkjugriðum„,segir Geir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila