Segir flest benda til þess að Pútín nái endurkjöri og sitji áfram til ársins 2024

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Það eru allar líkur á því að Vladimír Pútín forseti Rússlands nái endurkjöri í forsetakosningunum í Rússlandi sem fram fara í mars á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag en vann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Í dag tilkynnti Pútín að hann gæfi kost á sér og eins og fyrr segir telur Haukur að hann sé öruggur um að ná kjöri á ný. Haukur bendir á að Pútín njóti mikils stuðnings, sé vinsæll meðal almennings og njóti velvildar á stjórnmálasviðinu. Þá ræddi Haukur einnig um Mee Too byltinguna sem rússar hafa ekki farið varhluta af. Einnig fjallaði Haukur um útilokunarstefnuna innan íþróttaheimsins gagnvart rússum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila