Segir forréttindi að fá að vinna við kvikmyndagerð

Baldvin Z leikstjóri.

Leikstjórinn Balvin Z byrjaði feril sinn í kvikmyndaiðnaði ellefu ára gamall en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Baldvin einn ástsælasti leikstjóri landsins. Markús Þórhallsson ræddi við Baldvin í viðtalsþætti sínum í dag og segir Baldvin það vera forréttindi að fá að vinna við kvikmyndagerð „ þetta er erfitt en samt svo rosalega skemmtilegt, það er auðvitað mikil ábyrgð að vera leikstjóri og mikið sem hvílir á manns herðum, leikararnir og allt starfsfólkið sem er með manni á setti verður alltaf eins og ein fjölskylda og það myndast alltaf einstök við hvert verk í þessu sem maður vinnur„,segir Baldvin, sem nú er að fylgja nýjustu mynd sinni sem ber heitið Lof mér að falla, úr hlaði en myndin fjallar um skuggahliðar fíkniefnaneyslu. Sjá má stiklu úr myndinni með því að smella hér . Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila