Segir fræðslu vera mikilvægustu forvörnina gegn barnaníðingum

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur.

Fræðsla er mikilvægasta forvörnin gegn barnaníðingum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings í þættinum Heilbrigði og velferð í dag en Kolbrún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Kolbrún segir að sem dæmi sé mikilvægt að veita börnum grunnfræðslu um líkamann “ þegar foreldri skynjar að barnið hafi náð þeim þroska að hægt sé að ræða við það hvað sé átt við með einkastöðum og hvað þetta prívat sé, það er svo mikilvægt að tala bara skýrt um það við barn sem komið er á þann aldur og gera það án átaka og áreynslu og ekki endilega í kjölfar einhverra mála sem komin eru upp í samfélaginu„segir Kolbrún. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Smelltu hér til þess að skoða heimasíðu Kolbrúnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila