Segir Ísland ekki standa sig gagnvart tjáningarfrelsinu

Helgi Hrafn Gunnarsson oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður og fyrrverandi þingmaður.

Lagaumhverfi gagnvart tjáningarfrelsi á Íslandi er stórlega ábótavant og hefur breyst til hins verra undanfarin ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Hrafns Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Helgi bendir á sem dæmi að orðalag í lögum um svokallaða hatursorðræðu hafi mjög víða skírskotun og sé óskýrt “ orðalaginu var breytt þegar ég var á þingi til hins verra og gert enn óskýrara, og ef maður les lögin að þá er þetta eins og maður megi bara ekki segja nokkurn skapaðan hlut, svo eru settar einhverjar lögfræðilegar skýringar um að þessu yrði aldrei beitt nema undir hinum og þessum kringumstæðum, en svo allt í einu er einhver kærður og það verða einhver dómsmál, það er að mínu mati strax of mikið, því ef það hefur þöggunaráhrif þá er þetta vandamál„,segir Helgi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila