Segir kynjafræðina ekki rísa undir nafni

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Í háskólum erlendis og hérlendis hafa sprottið upp deildir þar sem öllum viðurkenndum lögmálum í háskólastarfi er vikið til hliðar og rétttrúnaður látinn ríkja gagnrýnislaust. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir kynjafræðina gott dæmi um slíka grein ” maður sér umræður erlendis á háskólavettvangi þar sem er fjallað um það að þarna sé grein þar sem alger forsenda fyrir því að menn komist lönd eða strönd innan þessarar greinar sé sú að menn beygji sig þegjandi og möglunarlaust undir grundvallarkenningu þessara fræða og að það megi ekki undir nokkrum kringumstæðum setja neitt spurningarmerki þar fyrir aftan, og grundvallarkenningin er náttúrulega sú að það sé eitthvart feðraveldi til staðar sem er alfa og omega, en málið er auðvitað það að háskólagrein sem að ekki þolir það að undirstöður hennar séu gagnrýndar af fræðimönnum í greininni að hún auðvitað rís ekki undir nafni“,segir Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir