Segir logið að almenningi við gerð kjarasamninga

ragnarthor7Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR segir að í hvert sinn sem samið sé um kaup og kjör til handa almenningi sé launafólki talin trú um að gæta verði hófs í launakröfum til þess að hafa ekki slæm áhrif á verðbólgu, þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar standist ekki skoðun. Ragnar sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir það margsannað að laun hafi ekki eins mikil áhrif á verðbólgu og haldið sé fram “ það sjáum við til dæmis á gríðarlegu launaskriði toppana, launahækkanir sem gerðar voru í síðustu kjarasamningum hefðu mjög lítil áhrif á verðbólgu á Íslandi„,segir Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila