Segir mögulegt að Goldman Sachs sé að leppa fyrir huldumenn

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur.

Guðmundur Franklín Jónsson segir að að sá möguleiki sé fyrir hendi að Goldman Sachs bankinn hafi keypt stórann hlut í Arion banka fyrir huldumenn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir að með kaupunum sé ljóst að górillan sé mætt á svæðið, mögulega til þess að leppa fyrir huldumenn “ það má ekki gleyma því að Steingrímur Joð gaf bankana, þetta gætu verið einhverjir vinir hans Steingríms Joð sem Goldman Sachs eru að parkera þessum bréfum fyrir einhvern framtíðarkaupanda„,segir Guðmundur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila