Segir neytendum til hagsbóta verði áfengissala gefin frjáls

Skafti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda.

Neytendur munu njóta mest af þeim ávinningi af því ef áfengissala verður gefin frjáls hér á landi. Þetta er mat Skafta Harðarsonar formanns Samtaka skattgreiðenda en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur í síðdegisútvarpinu í gær. Skapti segir ávinning vera fólgin í auknum þægindum fyrir neytendur “ það er fólkið sem þarf þá ekki að fara í biðröð til þess eins að kaupa sér rauðvín með matnum, það er svo ákveðinn hópur sem kjósa að fara í vínbúðirnar til þess að sækja sér ákveðin léttvín, ég á til dæmis vinafólk sem vill viðhalda vínbúðunum og af hverju er það? jú það er vegna þess að ríkið kann ekki að leggja á, það skiptir engu hvort um sé að ræða fernurauðvín eða tíu ára gamalt sérvín, þeir leggja alltaf það sama á“,segir Skafti.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila