Segir niðurstöðu ECRI skýrslunnar furðulega

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi Útvarpsstjóri RÚV.

Framganga stjórnvalda og aðkoma þeirra að ECRI skýrslunni er sérkennileg og óásættanlegt að þeir sem fjallað er um í skýrslunni fái ekki andmælarétt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll segist hafa veitt tvennu í skýrslunni sérstaka athygli að ekki hafi verið getið heimilda hvaðan þær ásakanir í garð ýmissa aðila sem settar eru fram í skýrslunni koma sem koma í garð ýmissa aðila og því sé niðurstaðan furðuleg „ þetta eru ásakanir og það vantaði rökstuðning fyrir þeim og það er líka og það er líka furðulegt að hafa komist að þessari niðurstöðu og að virðuleg nefnd af þessu tagi slái fram án þess fyrir það fyrsta að því fylgi rökstuðningur og í öðru lagi virðist enginn hafa verið kallaður til andsvara„.

Athugasemdir

athugasemdir