Segir nýtt útspil ríkisstjórnarinnar í húnæðismálum ungs fólks vera vitleysu

IMG_0602Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir nýtt útspil ríkisstjórnarinnar sem á að auðvelda ungu fólki að festa kaup á sinni fyrstu íbúð vera vitleysu. Þetta kom fram í máli Vilhjálms í síðdegisútvarpinu í dag en Vilhjálmur sem þar var gestur Péturs Gunnlaugssonar ræddi meðal annars verðtryggingarmálin og útspil ríkisstjórnarinnar „ svo heldur bara þessi vitleysa áfram og núna á koma með einhverjar tillögur varðandi fyrstu eign með skattaafslætti og ég segi í því samhengi að það kom fram í Hörpu að þetta muni kosta skattgreiðendur um 15 milljarða króna á tíu árum, einn og hálfur milljarður á ári, af hverju eigum við að vera að greiða niður okurvexti fjármálakerfisins á sama tíma og fjármálakerfið hefur skilað 500 milljörðum í hagnað?, af hverju ekki að lækka bara vextina og taka bara á rót vandans sem að liggur í okurvöxtunum? „,spyr Vilhjálmur. Þátturinn verður endurfluttur kl.23:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila