Segir ótækt að ekki séu haldnir borgarstjórnarfundir í tvo mánuði

Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins segir það vera ótækt að ekki verði haldnir borgarstjórnarfundir næstu tvo mánuði eins og samþykkt var á síðasta borgarstjórnarfundi.

Baldur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að fyrir þeirri skoðun minnihlutans sé afar einföld ástæða „það einfaldlega bara gengur ekki í því ástandi sem nú er til dæmis í húsnæðismálunum“, segir Baldur.
Þá gefur Baldur meirihlutasáttmálanum falleinkunn „þetta er bara froðuskjal og ég kalla það froðuskjal því þetta er bara óbreytt stefna og því bara framhald af því ástandi sem verið hefur síðastliðin átta ár, og nú verða næstu fjögur ár eins“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila