Segir Rússa tilbúna til víðtæks samstarfs og samvinnu við Vesturlönd

Anton Vasaliev sendiherra Rússlands á Íslandi.

Rússar eru fúsir til samstarfs og samvinnu á hvaða sviði sem er. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Antons Vasaliev sendiherra Rússlands á Íslandi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar og Péturs Gunnlaugssonar. Anton segir að Rússar séu tilbúnir til slíks samstarfs þrátt fyrir viðskiptaþvinganir ef slíkt samstarf væri byggt á skynsömum jafnréttisgrundvelli og alþjóðalögum. Hann segir að þrátt fyrir viðskiptabannið sem Íslendingar séu aðili að eigi hann ekki von á öðru að samskipti ríkjanna eigi þrátt fyrir allt bjarta framtíð og bendir á að samskipti ríkjanna hafi einungis verið vinsamleg hingað til eða um áratugaskeið og ekkert bendi til breytinga í þeim efnum.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila