Segir sænsku leiðina hafa svipt vændiskonur örygginu

Hildur Sif Thorarensen rithöfundur.

Hildur Sif Thorarensen rithöfundur sem gaf út fyrstu bók sína út um síðustu jól vinnur nú að nýrri bók þar sem umfjöllunarefnið er vændi og mansal. Hildur segist hafa velt viðfangsefninu lengi fyrir sér og meðal annars komist að raun um að sænska leiðin svokallaða sem farin er hér á landi, sem felst í að sala vændis sé leyfð, kaup bönnuð og að ólöglegt sé að þriðji aðili hagnist á vændinu hafi í raun svipt þeim konum sem stunda vændi örygginu “ þriðji aðili gæti til dæmis verið lífvörður, einhver sem passar upp á hana, eða hann gæti verið bílstjóri eins og er mjög algengt í Bretlandi, hann nokkurs konar lífvörður og stendur vörð um vændiskonuna, hann bíður í bílnum á meðan hún selur sig og passar upp á að allt fari vel, stundum leigja þær tvö hótelherbergi hlið við hlið og í öðru herberginu er lífvörðurinn og fylgist með, þannig þetta er svona öryggisventill fyrir þær, það er búið að taka fyrir það með sænsku leiðinni„,segir Hildur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila