Segir samfélagslega mikilvægt að brugðist sé við hruni í bóksölu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Mikilvægt er að yfirvöld bregðist við hruni í bóksölu, sérstaklega nú þegar samkeppnin við samfélagsmiðla er orðin jafn mikil og raun ber vitni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Daggar Alfreðsdóttur þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Lilja sem ætlar að leggja frumvarp á þingi um afnám virðisaukaskatts á bókum segist sannfærð um að afnám skattsins mun skila sér í aukinni bóksölu, sem sé gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið “ það er þannig að þjóð sem leggur ekki rækt við sína tungu missir svolítið einkenni sín og þjóðarvitund sína„. Þá segir hún mikilvægt að samfélagið undirbúi sig fyrir áskoranir framtíðarinnar “ við þurfum að vera algjörlega á tánum varðandi menntakerfið okkar og að við séum að undirbúa æsku þessa lands fyrir þessar miklu breytingar sem eru í vændum„,segir Lilja.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila