Segir sextán milljarða skekkju í loðnumælingum

jonkristjansson15febJón Kristjánsson fiskifræðingur segir að þær loðnumælingar sem fram hafi farið til þess að ákvarða kvóta íslenskra loðnuskipa á þessu fiskveiðiári séu svo rangar að þær hafi valdið sextán milljarða skekkju í útreikningi á þeim kvóta sem hefur verið úthlutað. Þetta kom fram í máli Jóns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að fyrsta mælingin sem fram fór um miðjan janúar hafi gefið niðurstöður að 398 þúsund tonnum, og seinni janúarmælingin hafi gefið þær niðurstöður að stofninn hafi verið 446 þúsund tonn. Ný mæling hafi hins vegar gefið það til kynna að stofninn væri 815 þúsund tonn eða nær helmingi meiri en þær mælingar sem gerðar höfðu verið þremur vikum áður með þeim niðurstöðum að kvóti íslenskra loðnuskipa sextánfaldaðist.  Jón segir þetta gefa skýra mynd af því að stofnstærðarmálingar sem gerðar séu fyrirfram sem kvótaúthlutun byggist svo á séu tilgangslausar og segir slíka útreikninga vera gervivísindi. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld kl.22:00.

Athugasemdir

athugasemdir