Segir skerðingarnar vera lögbrot, þrælastarfsemi og ofbeldi

Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar og varaformaður Flokks fólksins.

Skerðingar örorkubóta vegna launaðrar vinnu öryrkja eru lögbrot, þrælastarfsemi og ofbeldi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Inga Kristinssonar formanns Bótar og varaformanns Flokks fólksins í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Guðmundur segir bótakerfið vera refsikerfi sem einkennist af hreinni mannvonsku og segir óskiljanlegt að það sé látið viðgangast “ hvers vegna í ósköpunum gera stjórnvöld ekkert til þess að lagfæra þetta?, manni er ætlað að lifa á innan við 200.000 krónum og maður á svo bara að þegja„,segir Guðmundur.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir