Segir stöðu fjölmiðla veikari með tilkomu netsins

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Staða fjölmiðla hefur veikst með tilkomu netsins og vægi þeirra hefur orðið minna undanfarin ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Páll bendir á í því sambandi að netið hafa veikt fjölmiðla á ýmsa vegu „ það hefur veikt þá fjárhagslega og þetta hefur minnkað í þeim vigtina í samfélögunum, og þetta hefur ekki síst átt sér stað hér á Íslandi og ég held að því miður að ef við skoðum þessa meginfjölmiðla sem eru í stærri kantinum að við séum í þeirri stöðu að geta sagt að allir þeir fjölmiðlar eru í dag veikari og lélegri heldur en þeir voru þegar þeir voru bestir„,segir Páll.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila