Segir það ekki samræmast störfum ECRI nefndarinnar að veita andmælarétt

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins segir það ekki samræmast störfum ECRI nefndarinnar að veita þeim aðilum sem hún fjallar um í skýrslum sínum andmælarétt. Þetta kom fram í máli Þórhildar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Þórhildur segir að í formála skýrslunnar komi fram að hvernig nefndin starfi “ og þar er ekki neinum andmælarétti til að dreifa, þessi nefnd starfar eftir ákveðnum stöðlun og hún starfar eins í öllum löndum og byggir á samkomulagi 47 aðildarríkja sem að skipa Evrópuráðið og þetta eru bara viðurkennd vinnubrögð hjá henni„,segir Þórhildur. Aðspurð um hverjir það eru sem gefi það út að um viðurkennd vinnubrögð sé að ræða segir Þórhildur “ nú Evrópuráðið og nefndin sjálf„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila